Færsluflokkur: Bloggar
13.1.2008 | 03:31
Stebbi hringdi á Skype 29. desember
Það eru liðin nærri 30 ár frá því ég heyrði í honum seinast. Röddin hafði ekkert breyst svo það fór ekki á milli mála að ég var að tala við rétta manninn. Síðast frétti ég af honum í blöðum eins og Samuel og síðar í Mogga. Þá fluttist hann til Noregs í tvö ár en lengst af hefur hann búið í USA og býr nú á vesturstöndinni með konu og börn.
Við spjölluðum í 1,17 klst. um allt milli himins og jarðar, um pólitík, veðurfar, umhverfisvernd, veiðar og heimsmálin almennt. Hafði Stebbi ekki fylgst mikið með því sem gerst hafði á íslandi síðasta áratug svo græðgisvæðing síðust ára komu honum frekar á óvart.
Magnús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 02:02
Bjöggi hringdi
Björgvin Erlendsson hringdi í mig í gær og vildi vita hvað væri að frétta, hvort skólafélagar ætli að hittast?
Ég sagði við hann að mér finnist undirtektir svo daufar að mér þætti það fremur ólíklegt. Hann nefndi þá að við ættum að hittast næsta sumar. Mér þykir þetta mjög góð hugmynd og læt ég ykkur um að þróa hana frekar í athugasemdum við þessa bloggfærslu eða í gestabók.
Ég læt þó eina hugmynd flakka: Hvað segið þið um a hittast yfir helgi á tjaldsvæðinu í Laugarási? Þar má ræða málin yfir grilli og bjór og í "þynnkunni" má fara með börnin eða barnabörnin í "dýragarðinn"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2007 | 01:50
Merkileg tilviljun
Síðustu helgi datt mér í hug að hringja í Jörund Ákason kennara og láta hann vita af þessari bloggsíðu. Ekki varð úr því enda bólakafi í vinnu.
Það gerðist svo í gær, þriðjudag, að ég átti leið í Flytjanda við Sundahöfn vegna vinnu. Þar geng ég að manni sem óvænt réttir mér spaðann og spyr. Ert þú ekki Magnús? Varst þú ekki í Skálholti? Jú hváði ég og vissi varla hvað á mér stóð veðrið.
Ekki þekkti ég manninn á svipnum. Hann gaf mér því eitthvað til að hugsa um í veganestið. Hann sagðist hafa verið einn af þeim Heimi, Arnóri eða Jörundi. Þetta gat því ekki verið annar en Jörundur. Nokkuð merkileg tilviljun ekki satt.
Það verður að segjast mér til afsökunar að ég hafði ekki séð hann síðan við útskriftina frá Skálholti vorið 1978 og það sem meira var, hann var búinn að raka af sér yfirvaraskeggið. Mér þótti hinsvegar merkilegast að hann mundi eftir mér og hvaða ár ég hafði verið í Skálholti.
Merkileg þessi kennarastétt.
Magnús Bergsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 23:51
Olga Sædís sendir myndir
Olga sendi myndir úr sínu albúmi og eru þær nú komnar á vefinn.
Ég tók mér það bessaleyfi að setja nokkrar myndir frá henni í önnur myndaalbúm. Bættust nú við tvær myndir frá leikþættinum "Gullbrúðkaup" eftir Jökul Jakobsson sem leikið var af nokkrum skálholtsnemum á Skálholtshátíð í Aratungu.
Þá setti ég mynd af minningagrein um Steina í sama myndaalbúm og geymir nemendamyndina.
Ég hvet fleiri til að senda mér myndir, þó ekki væri annað en að senda mér netfangið. Það er mun auðveldara að hafa samband með tölvupósti en með bréfpósti. Ég hvet fólk til að skrifa athugasemdir við myndirnar. Ef þær rifja upp eitthver skemmtileg minningabrot þá er litið mál að skrifa um það við hverja mynd. Svo má heldur ekki gleyma að skrifa í gestabókina.
Hikið ekki við að hafa samband við mig.
Magnús Bergsson
nature@islandia.is Sími: 6162904
Bloggar | Breytt 28.10.2007 kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 01:38
Allir nemendur fá sendan bréfpóst
Kæri Skálholtsfélagi.
Nú eru liðin 30 ár frá því við vorum í Skálholtsskóla veturinn 1977-1978.
Af því tilefni hef ég sett upp bloggsíðu með myndum frá þessum eftirminnilega vetri.
http://skalholtsskoli77-78.blog.is
Það er líka hægt að finna síðuna með því að slá inn "skálholtsnemi" inn á Google.
Ég hvet sem flesta til að skrifa í gestabók síðunnar. Það má líka koma með athugasemdir við innfærðan texta á síðunni. Ef einhver hefur sögu að segja frá þessum vetri þá væri gaman að birta söguna á síðunni. Gerum öll þennan vetur ógleymanlegan á vefnum. Öll viðbrögð eru vel þegin.
Það er mikilvægt að allir sendi mér tölvupóstföng sín svo hægt verði að koma saman póstlista.
Ef einhver á myndir frá þessum tíma þá væri mjög gaman að geta sett þær á vefinn. Ég get skannað inn allar gerðir mynda og filma. Það á því ekki að vera nokkurt mál að færa myndirnar á stafrænt form. Það vantar myndefni bæði frá skálholtsnemum og miðskólanemum.
Ef þú hefur myndir eða annað efni sem tengist þessum skólavetri nú þegar á vefnum, þá væri gott að fá linkinn.
Ég hef reynt að hafa upp á þeim útlendingum sem voru í Skálholti en það hefur ekki gengið sérlega vel. Ef einhver er í sambandi við einhvern þessara útlendinga væri gott að fá sendar upplýsingar um það, þó ekki væri annað en að þeir fengju að vita af bloggsíðunni.
Komið hefur fram hugmynd um að þessi árgangur hittist einhvers staðar í vetur og haldi upp á þessi 30 ára tímamót. Ég undirritaður treysti mér ekki til þess að skipuleggja slíka samkomu, en ef einhver vill taka það mál að sér þá væri það mjög gaman.
Öllum er velkomið að hafa samband við mig á póstfangið nature@islandia.is eða í síma 6162904
Kær kveðja,
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 02:48
Myndir Gísla Haraldssonar komnar á vefinn
Það var nokkur vinna við að lagfæra liti þessara mynda. Þær voru flestar fagurbleikar. En þökk sé nútíma tölvutækni. Það mátti laga þær og líkleg hefði mátt gera það betur.
En hér koma myndir Gísla.
Þeir sem luma á myndum sem ekki sjást í myndasfni þessarar síðu ættu að hafa samband við mig.
Magnús B. nature@islandia.is
6162904
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 10:32
Nemendur Skálholtsskóla 1977-1978
Lýðháskólanemar:
Björgvin Erlendsson
Helga Þórey Heiðberg
Jóhanna Eggertsdóttir
Kristín Júlía Pétursdóttir
Jón Arnar Ingólfsson
Magnús Bergsson
Magnús Ragnar Bjarnarsson
Málfríður Waage
Olga Sædís Einarsdóttir
Stefán Örn Hjaltalín
Vilhjálmur J Sigurpálsson
Þorleifur M Magnússon
Þorstein Friðjón Þorsteinsson
Erlendir nemendur:
Beverly Rafter
Diane Goetch
Elisabeth Samuelsson
Gudrun Noack
Joachim Lehmann
Luis Manzano
Marjo Riitta Myllykangas
Norbert Hirschauer
Rita Skau
Kathleen Greaves.
9. bekkur miðskóla
Berglind Sigurðardóttir
Gylfi Gíslason
Gísli Gunnar Guðmundsson
Gísli Haraldsson
Guðmundur Sigurðsson
Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir
Haraldur Rúnar Haraldsson
Helga Sighvatsdóttir
Mímir Ingvarsson
Kjartan Sveinsson
Ólafur Björnsson
Þór Kristjánsson
Þór Sævarsson
Þórarinn Garðarsson
Þórey Stefanía Sigurðardóttir
Tveir af þessum hópi eru látnir.
Þorsteinn Friðjón Þorteinsson F. 16.12.1959 D. 18.2.1979 og Þór Sævarsson F 13. 12.1962 D 10.10.1993.
Þá er einnig látinn Heimir Steinsson rektor F. 1.7.1937 D. 15. 5. 2000
Bloggar | Breytt 14.12.2008 kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 13:31
Fyrstu myndir komnar á vefinn
Það tók drjúgan tíma að skanna þessar myndir og gera þær sýningahæfar. Ekki fann ég filmurnar svo það tók tíma að stilla liti á annars upplituðum pappírsmyndum. Myndirnar eru þó komnar í tölvutækt form, bæði í TIF og JPG. Ekki eyddi ég tíma mínum í að skanna myndir sem voru mannlausar enda hafa þær lítið heimildargildi fyrir okkur skálholtsnema, nema það þá hvað trjágróður hefur tekið við sér á suðurlandi. Á árunum 1977-1978 var varla til tré í Laugarási en í dag þá sést þar varla í nokkuð hús.
Ég hvet sem flesta til að senda mér myndir frá þessum vetri. Ég get skannað inn hvað sem er af pappír jafnt sem af filmum. Ef einhver skólaneminn er með vefsíðu eða blogg þá væri gaman að fá upplýsingar um það. Sendið á netfangið: nature@islandia.is
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2007 | 15:42
Bloggsíðan fer af stað
Þá hafði ég það af koma þessari síðu af stað. Það eru nú orðin heil 30 ár frá því við vorum í Skálholti. Það er því ekki seinna vænna en að reyna draga saman þær góðu minningar sem við flest...öll áttum á þessum stað veturinn 1977 til 1978.
Ég mun væntanlega reyna hlaða inn sem mest af myndum inn á síðuna á næstu dögum sem og hljóðupptökum sem ég ætti að eiga í fórum mínum. Má þar heyra söng og spil nemenda frá þessum ágæta vetri í Skálholti.
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt 9.9.2007 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)