Fyrstu myndir komnar á vefinn

Það tók drjúgan tíma að skanna þessar myndir og gera þær sýningahæfar. Ekki fann ég filmurnar svo það tók tíma að stilla liti á annars upplituðum pappírsmyndum. Myndirnar eru þó komnar í tölvutækt form, bæði í TIF og JPG. Ekki eyddi ég tíma mínum í að skanna myndir sem voru mannlausar enda  hafa þær lítið heimildargildi fyrir okkur skálholtsnema, nema það þá hvað trjágróður hefur tekið við sér á suðurlandi. Á árunum 1977-1978 var varla til tré í Laugarási en í dag þá sést þar varla í nokkuð hús.

Ég hvet sem flesta til að senda mér myndir frá þessum vetri. Ég get skannað inn hvað sem er af pappír jafnt sem af filmum. Ef einhver skólaneminn er með vefsíðu eða blogg þá væri gaman að fá upplýsingar um það. Sendið á netfangið: nature@islandia.is

 Magnús Bergsson

mberg.blog.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Mangintes, þetta er auðvitað frábært framtak hjá þér.! Eg er spenntur að sjá framhaldið og viðbrögðin hjá okkar fyrrverandi Skálarfélögum.

Kv, Þorleifur Magnús.

Brói (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband