Færsluflokkur: Bloggar
23.10.2011 | 11:16
Bergur Jónsson með fyrirlestur um virkjanir
Í hverjum mánuði komu ýmsir fyrirlesarar í skólann s.s. fulltrúar allra stjórmálaflokka og aðrir sem höfðu eitthvað fræðandi fram að færa. Ég fékk föður minn Berg Jónsson til að mæta í skólann og halda fyrirlestur um rafmagn og rafmagnsframleiðslu sem hann og gerði.
Hljóðritið sem hér fylgir var tekið upp við það tilefni. Í þessu hljóðriti heyrist einnig í mönnum eins og Heimi Steinssyni rektor, Arnþóri Karlssyni bónda og kennara og Þorsteini Friðjóni Þorsteinssyni nema og miklum heimspekingi en þeir eru nú allir látnir. Einnig heyrist í Stefáni Erni Hjaltalín nema, sem nú býr í Bandaríkjunum.
Hlusta á ljóðritið og lesa meira á http://fieldrecording.net
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2011 | 00:51
Gamlar myndir með talsetningu Arnþórs Karlssonar
Á árunum upp úr 1950 tók Gísli Bjarnason frá Lambhúskoti í Biskupstungum nokkuð af kvikmyndum í sveitinni sem hann gaf síðan hreppnum til eignar. Síðar var Arnór Karlsson fenginn til þess að talsetja myndirnar og voru þær gefnar út á geisladiski. Þessi kvikmynd sýnir fólk á leið til tripparéttar í Grænaskarði 1953.
Skúli Sæland fékk leyfi Bláskógabyggðar til að birta þrjár myndir á Youtube.
Takið eftir því hvað Arnþór þekkir fádæma vel alla staðhætti og allt fólk á þessum myndum.
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2011 | 23:21
Hver man ekki eftir þessu? Topp of the world
Munið þið þegar okkur var ekið í langa rússajeppanum upp í Aratungu? Hvort sem það var í sund eða annað þá gékk alltaf átta rása kassettu tækið í bílnum. Gilbert O'Sullivan var mikið spilaður en oft var Carpinders sett í tækið. Ef eitthvað minnir mig á þennan dásamlega vetur í Skálholtsskóla þá er það "Topp of the world" með Carpenters.
Hér er sjónvarpsupptaka frá vetrinum góða...
...og orginalinn í örlítið betri hljómgæðum:
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt 28.5.2011 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2010 | 02:42
Samfundir í Lýðháskólanum
Síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Endurreisn Skálholts verður sunnudaginn 16. maí. Af því tilefni verður boðið til sérstakrar skólasamkomu og eru fyrrverandi nemendur og starfslið skólans boðið velkomið á staðinn til að rifja upp gamlar og góðar minningar. Aðrir gestir eru líka velkomnir. Boðið verður upp á leiðsögn um staðinn. Sýningin opnar kl. 13
Þeir sem vilja nánari upplýsingar geta haft samband við Skúla Sæland í síma 4868874 eða skulisael@gmail.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2010 | 21:28
Skálholtsskólanemar á Facebook
Það er ekki sökum að spyrja. Auðvitað virkar Facebook ágætlega til að endurvekja gömul kynni. Það er næsta víst að mörg tengsl hefðu tapast ef netsins nyti ekki við. Skólanemar frá 1980 -1981 eru nú með Facebook síðu sem vert er að fylgjast með.
Facebook síða skálholtsskólanema 1980-1981
Sjálfur man ég eftir sumum nemendum í þessum árgangi þar sem ég kom nokkra vetur í röð eftir mína skólagöngu í Skálholti og stóð fyrir diskoteki í skólastofuálmuni.
Það er spurning hvort 1977-1978 árgangurinn stofni ekki sína Facebook síðu?
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2009 | 12:11
Arnór Karlsson látinn
Arnór Karlsson, fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arnarholti, í Biskupstungum, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 25. febrúar, 73 ára að aldri.
Arnór var fæddur í Efstadal í Laugardal 9. júlí árið 1935 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1958. Tveimur árum síðar hóf hann búskap á Bóli í Biskupstungum og bjó þar og síðar í Arnarholti í sömu sveit til 2003. Jafnframt stundaði hann kennslu í ýmsum skólum í nágrenninu, lengst í Skálholtsskóla.
Arnór starfaði mikið að félagsmálum bænda og var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda 19911997. Hann stundaði ritstörf, skrifaði ásamt öðrum um Biskupstungur í byggðarlýsinguna Sunnlenskar byggðir, lýsti gönguleiðum á Kili í ritinu Fótgangandi um fjallasali og skrifaði um Kjöl í Árbók Ferðafélags Íslands 2001. Arnór var ókvæntur og barnlaus.
7. mars 2009 Minningagreinar má nú lesa hér
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt 8.3.2009 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 01:24
Enn er gull að finna í snældusafni
Enn finnast upptökur úr starfi Skálholtsskóla 77-78. Flestar upptökurnar eru hinsvegar svo illar farnar að það orkar tvímælis hvort þær fari á vefinn. Má þar nefna fyrirlestur um dýralækningar, kynningu á Samtökum frjálslyndra vinstrimanna þar sem heyra má ýmis gullkorn og fyrirlestur um Sigölduvirkjun, sem þá var nýjasta virkjun íslendinga. Á upptökunum má heyra í fólki sem nú er fallið frá eins og Heimi Steinssyni og Þorsteini.
Á næstu vikum mun ég reyna mitt besta til að gera upptökurnar áheyrilegar og setja þær á vefinn ef pláss leyfir.
Í gegn um Facebook hafði ég svo upp á Ritu Skau í Danmörku. Ætlar hún að reyna finna sínar myndir og senda þær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 23:03
Útvarpsupptökur komnar á vefinn
Þegar rótað var í gömlu snældusafni hjá undirrituðum fundust tvær útvarpsupptökur frá tímum Skálholtsskóla um Skálholtsskóla. Eru þær nú komnar í spilarann hér til vinstri (neðarlega á listanum). Fyrri upptakan var tekin upp af útvarpsmönnum að mig minnir í febrúar 1978. Var henni svo útvarpað á vormánuðum sama ár. Síðari upptakan var tekin upp 1-2 árum síðar þar sem viðtal er við Heimi Steinsson um Skálholtsskóla. Var það partur af þætti sem mig minnir að hafi fjallað um Skálholtsstað eða þjóðkirkjuna almennt.
Eins og heyra má þá eru gæðin léleg, enda var þetta efni að finna á Permaton "normal" snældu. Var hún auk þess orðin svo stíf að það þurfti að hjálpa drifmótornum handvirkt svo bandið færi ekki í flækju. Báðar upptökurnar eru í Mónó enda var ekki farið að útvarpa í Sterió á Íslandi fyrr en tveimur árum síðar.
Í fyrri upptökunni frá Skálholtsskóla má heyra í Olgu, Vilhjálmi og Marjo Riittu. Þá heyrist í Ljótu andarungunum sem eiga mikið söngefni á þessum vef og smá bút úr leikþættinum Gullbrúðkaup eftir Jökul jakobsson. Þá heyrist í kennurunum Arnþóri, Jörundi og auðvitað í skólameistaranum Heimi Steinsyni.
Eins og aðrar upptökur á þessum vef var þetta efni fært yfir í CD staðal, WAV 44,1Khz og 16bita. Með því að senda mér tölvupóst getur fólk fengið efnið sent á diski eða í tölvupósti hvort heldur sem er í WAV eða MP3.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 00:21
Upptökur komnar á vefinn
Veturinn 1977 til 1978 var talsvert spilað á hljóðfæri í Skálholtsskóla. Færust var líklega Elisabeth Samuelsson sænskur skiptinemi sem spilaði eins og engill á Klassískan gítar. Tók ég talsvert upp af því sem hún kunni og var það yfirleitt gert í Skálholtskirkju sjálfri til að nýta hljómburð hennar. Því miður fundust ekki upptökurnar í fyrstu leit, en ef þær finnast verða þær settar á þessa síðu.
En það voru aðrir sem spiluðu allan veturinn bæði á skemmtunum í Aratungu, í Skólanum og með sjálfum sér. Voru það Brói, Siggi og Stebbi. Opinberlega kölluðu þeir sig "Ljótu andarungana". Eru flest lögin sem þeir kunnu og æfðu eru nú komin á vefinn. Er nokkuð frjálslega farið með nöfn lagana þar sem minnið er farið að förlast. Verður það leiðrétt ef ábendingar koma um önnur heiti.
Í leit af efni frá Skálholti fannst líka efni með Heimi Steinsyni þar sem hann hélt ræðu eða fyrirlestur. Verður það sett á vefinn síðar ef það hefur ekki verið upptaka úr útvarpi.
Veturinn 77-78 voru allar upptökur teknar upp á Kenwood KX 520 kassettutæki og á Kenwood dynamiska hljóðnema.
Í dag eru upptökurnar færðar yfir í stafrænt form. WAV skrár 44.1Khz, 16bit (CD gæði). Á vefinn fóru svo 128kbps MP3 skrár. Þeir sem vilja fá þetta efni sent á CD geta sent mér tölvupóst.
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt 19.1.2009 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2008 | 22:24
Myndir frá Berglindi Sigurðardóttur komnar á vefinn
Það er nú orðið nokkuð lagt síðan ég skannaði þessar myndir. Það var því komin tími til að setja þær á vefinn. Berglind var í hópi miðskólanema (9. bekkur) sem stundaði nám í Skálholti þennan vetur. Skoða myndir.
Magnús Bergsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)