Upptökur komnar á vefinn

Veturinn 1977 til 1978 var talsvert spilað á hljóðfæri í Skálholtsskóla. Færust var líklega Elisabeth Samuelsson sænskur skiptinemi sem spilaði eins og engill á Klassískan gítar. Tók ég talsvert upp af því sem hún kunni og var það yfirleitt gert í Skálholtskirkju sjálfri til að nýta hljómburð hennar. Því miður fundust ekki upptökurnar í fyrstu leit, en ef þær finnast verða þær settar á þessa síðu.

En það voru aðrir sem spiluðu allan veturinn bæði á skemmtunum í Aratungu, í Skólanum og með sjálfum sér. Voru það Brói, Siggi og Stebbi. Opinberlega kölluðu þeir sig "Ljótu andarungana". Eru flest lögin sem þeir kunnu og æfðu eru nú komin á vefinn. Er nokkuð frjálslega farið með nöfn lagana þar sem minnið er farið að förlast. Verður það leiðrétt ef ábendingar koma um önnur heiti.

 Í leit af efni frá Skálholti fannst líka efni með Heimi Steinsyni þar sem hann hélt ræðu eða fyrirlestur. Verður það sett á vefinn síðar ef það hefur ekki verið upptaka úr útvarpi.

Veturinn 77-78 voru allar upptökur teknar upp á Kenwood KX 520 kassettutæki og á Kenwood dynamiska hljóðnema.

Í dag eru upptökurnar færðar yfir í stafrænt form. WAV skrár 44.1Khz, 16bit (CD gæði). Á vefinn fóru svo 128kbps MP3 skrár. Þeir sem vilja fá þetta efni sent á CD geta sent mér tölvupóst.

 Magnús Bergsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta nafni.... maður fór bara í girinn og söng með. Hlakka til að heyra ræðuna hanns Heimirs, hann átti nú ekki í vandræðum með að tegja lopann sá. En góðar voru þær alltaf.!! Heimir var góður kall og tróð í hausinn á manni góðum gildum. Blessuð sé minning hanns.

kv, Brói.

Brói (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:16

2 identicon

Það er enginn annar en Villi sem syngur Vottakiss. Mér er minnisstætt hvað hann dillaði sér fallega þegar hann söng.

Brói aftur (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband