Bjöggi hringdi

Björgvin Erlendsson hringdi í mig í gær og vildi vita hvað væri að frétta, hvort skólafélagar ætli að hittast?

Ég sagði við hann að mér finnist undirtektir svo daufar að mér þætti það fremur ólíklegt. Hann nefndi þá að við ættum að hittast næsta sumar. Mér þykir þetta mjög góð hugmynd og læt ég ykkur um að þróa hana frekar í athugasemdum við þessa bloggfærslu eða í gestabók.

Ég læt þó eina hugmynd flakka: Hvað segið þið um a hittast yfir helgi á tjaldsvæðinu í Laugarási? Þar má ræða málin yfir grilli og bjór og í "þynnkunni" má fara með börnin eða barnabörnin í "dýragarðinn" Smile

Magnús Bergsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, þetta er aðeins að hressast hérna, menn farnir að hafa samband. Mér líst vel á þessa hugmynd frænda að hittast á Laugarási.

áfram KR.

Brói

Brói (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband