Arnór Karlsson látinn

Arnór Karlsson, fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arnarholti, í Biskupstungum, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 25. febrúar, 73 ára að aldri.

Arnór var fæddur í Efstadal í Laugardal 9. júlí árið 1935 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1958. Tveimur árum síðar hóf hann búskap á Bóli í Biskupstungum og bjó þar og síðar í Arnarholti í sömu sveit til 2003. Jafnframt stundaði hann kennslu í ýmsum skólum í nágrenninu, lengst í Skálholtsskóla.

Arnór starfaði mikið að félagsmálum bænda og var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda 1991–1997. Hann stundaði ritstörf, skrifaði ásamt öðrum um Biskupstungur í byggðarlýsinguna Sunnlenskar byggðir, lýsti gönguleiðum á Kili í ritinu Fótgangandi um fjallasali og skrifaði um Kjöl í Árbók Ferðafélags Íslands 2001. Arnór var ókvæntur og barnlaus.

Meira um Arnór hér og hér

7. mars 2009 Minningagreinar má nú lesa hér

Magnús Bergsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband