Enn er gull að finna í snældusafni

Enn finnast upptökur úr starfi Skálholtsskóla 77-78. Flestar upptökurnar eru hinsvegar svo illar farnar að það orkar tvímælis hvort þær fari á vefinn. Má þar nefna fyrirlestur um dýralækningar, kynningu á Samtökum frjálslyndra vinstrimanna þar sem heyra má ýmis gullkorn og fyrirlestur um Sigölduvirkjun, sem þá var nýjasta virkjun íslendinga. Á upptökunum má heyra í fólki sem nú er fallið frá eins og Heimi Steinssyni og Þorsteini.

Á næstu vikum mun ég reyna mitt besta til að gera upptökurnar áheyrilegar og setja þær á vefinn ef pláss leyfir.

Í gegn um Facebook hafði ég svo upp á Ritu Skau í Danmörku. Ætlar hún að reyna finna sínar myndir og senda þær.

 Magnús Bergsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband