8.11.2007 | 01:50
Merkileg tilviljun
Síðustu helgi datt mér í hug að hringja í Jörund Ákason kennara og láta hann vita af þessari bloggsíðu. Ekki varð úr því enda bólakafi í vinnu.
Það gerðist svo í gær, þriðjudag, að ég átti leið í Flytjanda við Sundahöfn vegna vinnu. Þar geng ég að manni sem óvænt réttir mér spaðann og spyr. Ert þú ekki Magnús? Varst þú ekki í Skálholti? Jú hváði ég og vissi varla hvað á mér stóð veðrið.
Ekki þekkti ég manninn á svipnum. Hann gaf mér því eitthvað til að hugsa um í veganestið. Hann sagðist hafa verið einn af þeim Heimi, Arnóri eða Jörundi. Þetta gat því ekki verið annar en Jörundur. Nokkuð merkileg tilviljun ekki satt.
Það verður að segjast mér til afsökunar að ég hafði ekki séð hann síðan við útskriftina frá Skálholti vorið 1978 og það sem meira var, hann var búinn að raka af sér yfirvaraskeggið. Mér þótti hinsvegar merkilegast að hann mundi eftir mér og hvaða ár ég hafði verið í Skálholti.
Merkileg þessi kennarastétt.
Magnús Bergsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning