27.10.2007 | 23:51
Olga Sædís sendir myndir
Olga sendi myndir úr sínu albúmi og eru þær nú komnar á vefinn.
Ég tók mér það bessaleyfi að setja nokkrar myndir frá henni í önnur myndaalbúm. Bættust nú við tvær myndir frá leikþættinum "Gullbrúðkaup" eftir Jökul Jakobsson sem leikið var af nokkrum skálholtsnemum á Skálholtshátíð í Aratungu.
Þá setti ég mynd af minningagrein um Steina í sama myndaalbúm og geymir nemendamyndina.
Ég hvet fleiri til að senda mér myndir, þó ekki væri annað en að senda mér netfangið. Það er mun auðveldara að hafa samband með tölvupósti en með bréfpósti. Ég hvet fólk til að skrifa athugasemdir við myndirnar. Ef þær rifja upp eitthver skemmtileg minningabrot þá er litið mál að skrifa um það við hverja mynd. Svo má heldur ekki gleyma að skrifa í gestabókina.
Hikið ekki við að hafa samband við mig.
Magnús Bergsson
nature@islandia.is Sími: 6162904
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning