Útvarpsupptökur komnar á vefinn

Þegar rótað var í gömlu snældusafni hjá undirrituðum fundust tvær útvarpsupptökur frá tímum Skálholtsskóla um Skálholtsskóla. Eru þær nú komnar í spilarann hér til vinstri (neðarlega á listanum).  Fyrri upptakan var tekin upp af útvarpsmönnum að mig minnir í febrúar 1978. Var henni svo útvarpað á vormánuðum sama ár. Síðari upptakan var tekin upp 1-2 árum síðar þar sem viðtal er við Heimi Steinsson um Skálholtsskóla. Var það partur af þætti sem mig minnir að hafi fjallað um Skálholtsstað eða þjóðkirkjuna almennt. 

Eins og heyra má þá eru gæðin léleg, enda var þetta efni að finna á Permaton "normal" snældu. Var hún auk þess orðin svo stíf að það þurfti að hjálpa drifmótornum handvirkt svo bandið færi ekki í flækju.  Báðar upptökurnar eru í Mónó enda var ekki farið að útvarpa í Sterió á Íslandi fyrr en tveimur árum síðar.

Í fyrri upptökunni frá Skálholtsskóla má heyra í Olgu, Vilhjálmi og Marjo Riittu. Þá heyrist í Ljótu andarungunum sem eiga mikið söngefni á þessum vef og smá bút úr leikþættinum Gullbrúðkaup eftir Jökul jakobsson. Þá heyrist í kennurunum Arnþóri, Jörundi og auðvitað í skólameistaranum Heimi Steinsyni.

Eins og aðrar upptökur á þessum vef var þetta efni fært yfir í CD staðal, WAV 44,1Khz og 16bita. Með því að senda mér tölvupóst getur fólk fengið efnið sent á diski eða í tölvupósti hvort heldur sem er í WAV eða MP3.

Magnús Bergsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband